|
á endalausu ferðalagi...
|
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
|
Ég er búin að vera á leiðinni alla vikuna að fara blogga! Ég hef bara ekki komið mér í það að setjast niður og skrifa eitthvað. En við vorum sem sé í Köben um síðustu helgi sem var bara gaman. Við fórum til dæmis á kaffihús á sunnudeginum. Það var bara alveg eins og þegar ég var lítil og fór með Gúgú á kaffihús og ég á örugglega eftir að fara aftur þanngað. Mér skyldist nú samt á Jannis að þetta væri orðið eina alvöru kökuhúsið í Kaupmannahöfn. Við fórum og hittum svo ljósmóðurina á þriðjudaginn og fengum meira af upplýsingapésum, þó aðalega um spítalann og hvað það væri sem við þyrftum að taka með okkur þanngað. Svo er það bara búið að vera skólalærdómur. Þannig að það er ekki neitt nýtt. Jæja ætla að kanna hvort að Gústa vanti aðstoð í eldhúsinu! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|